fimmtudagur, maí 22, 2008

22. maí 2008 - Suzuki Vitara

Ég vil taka fram í upphafi að ég hefi ekkert á móti Suzuki Vitara, enda þekki ég bílinn ekki neitt, en í tilefni af auglýsingum að undanförnu þar sem Sveppi hefur verið að auglýsa Suzuki Vitara, kemur upp í huga mér gamall brandari sem ég heyrði fyrir löngu og var hann notaður óspart á einn vinnufélagann sem var yfirmáta ánægður með Vitarann sinn.

Það var eitt sinn sem Vitara og asni mættust á þröngum vegi.
„Góðan dag jeppi“ segir asninn við Vitara.
„Já góðan dag asni“ svarar Vitara.

Fór þá asninn að hágráta og inn á milli gráthviðanna heyrðist hann stynja:
„Úr því ég kallaði þig jeppa hefðir þú alveg getað kallað mig hest!“


0 ummæli:Skrifa ummæli