fimmtudagur, maí 01, 2008

2. maí 2008 - Úlfur Hróðólfsson alias Wolfgang Müller

Sagt hefur verið um Íslendinga að þeir séu venjulega fljótir að þefa uppi landa sína þegar þeir eru á ferð erlendis. Ég hefi farið aðra leið, reynt að forðast þá en stundum er vart hjá hlutunum komist.

Fyrsta maí hitti ég tónlistarmanninn og rithöfundinn Wolfgang Müller. Ég veit ósköp vel að Wolfgang Müller er ekki íslenskur, fæddur í heimahéraði Volkswagen í Wolfsburg, kom út úr skápnum þegar slíkt var fátítt í hinu frjálslynda Þýskalandi og talar sáralitla íslensku. Um leið er hann betri Íslendingur en margur sá sem aldrei hefur farið út fyrir landsteinana. Hollusta hans gagnvart Íslandi lýsir sér kannski best í því að hann hefur komið minnst 25 sinnum til Íslands á tuttugu árum. Ekki er það til að draga úr ágætunum að hann er ákaflega kynþokkafullur og trönsurnar vinkonur mínar héldu vart vatni yfir honum.

Á síðasta ári kom út bók hans Neues von der Elfenfront - Die Wahrheit über Island og sjálf er ég ákaflega stolt yfir bókinni enda tvær myndir af mér í henni auk eins kafla af efni, allt samið af nærgætni og hógværð.

Það var því vart hægt annað en að fá að sjá þennan ágæta Íslandsvin um leið og skráningin á ráðstefnu TGEU fór fram í Berlin.

Um leið verður að taka það fram að litlar sem engar óeirðir voru á 1. maí í hverfinu hans Wolfgangs, Kreuzberg, en þess meiri í Hamborg.

http://www.wolfgangmueller.net/content/


0 ummæli:







Skrifa ummæli