fimmtudagur, maí 22, 2008

22. maí 2008 - Júróvisjónkjaftæði

Ef einhver heldur því fram að hann eða hún horfi ekki á Júróvisjón, þá er það kjaftæði. Á leið minni til vinnu á fimmtudagskvöldið voru göturnar steindauðar og jafnvel byggingasvæðið, þar sem verið er að byggja nýja heilsugæslustöð langt fram eftir öllum kvöldum, var lokað og enginn að vinna. Það er kannski eðlilegt því sumir byggingarverkamannanna gætu verið frá Austur-Evrópu.

Ég verð að viðurkenna að ekkert þeirra laga sem ég hefi heyrt er af þeim gæðum að ég geti greitt þeim atkvæði mitt, þar með talið íslenska lagið. Hinsvegar mega skipuleggjendur passa sig á að láta ekki vindvélina hennar Carólu Häggqvist brenna yfir svo mikið var hún ofnotuð í fyrstu lögum kvöldsins.

Ég sakna þess að heyra ekki HoHoHo we say HeiHeiHei án þátttöku Guðrúnar Gunnarsdóttur í keppninni í kvöld.


0 ummæli:Skrifa ummæli