miðvikudagur, maí 07, 2008

7. maí 2008 - Það hlýtur að vera erfitt....

.....að vera hluti af sexmenningaklíkunni og þurfa sífellt að réttlæta bjánaskapinn í þeim blörraða sem hefur minna en tíu prósent á bakvið sig eða að hámarki 6527 atkvæði. Þetta gildir bæði um orð hans um skipulag Vatnsmýrarinnar sem og stöðu mannréttindafulltrúa Reykjavíkur svo ekki sé talað um fúatimbrið sem hann lét mig kaupa á 580 milljónir.

Um leið er það furðulegt að sá blörraði þykist vera á móti mengun en berst hatrammlega fyrir hávaðamengun í miðborg Reykjavíkur.

Fyrir nokkru síðan las ég grein um Brommaflugvöll í Stokkhólmi og þess getið hversu nálægur hann væri miðborginni. Í greininni sem ég las í Morgunblaðinu var ákveðinna atriða ekki getið, enda um áróðursgrein fyrir áframhaldandi hávaðasamri flugvallarstarfseminni að ræða. Flugvöllurinn er samt nokkra kílómetra fjarlægð frá þinghúsinu auk þess sem aðflug frá suðaustri að flugvellinum er ekki leyft, þ.e. yfir miðborgina. Þú verður að lenda frá norðvestri þannig að lífið í miðborginni truflist ekki af flugumferð. Á minni stöðum í Svíþjóð er flugumferð ekki leyfð á kvöldin og nóttunni ef truflun stafar af, t.d. í Umeå. Í miðborg Reykjavíkur er erfitt að halda útifundi eða innifundi með opna glugga vegna flugumferðar.

Hvenær skyldu Hanna Birna og Gísli Marteinn skilja það að stuðningur þeirra við þann blörraða skaðar ímynd þeirra sem fulltrúa Reykvíkinga í borgarstjórn Reykjavíkur?


0 ummæli:







Skrifa ummæli