þriðjudagur, júní 24, 2008

24. júní 2008 - Afsturlunarte á Jónsmessunótt

Í dag hafa dunið á landslýð auglýsingar frá til þess bærum yfirvöldum þar sem fólki er boðið upp á að spjalla við kýr og baða sig í dögginni í nótt ásamt einhverju fleiru sem ég kann ekki að nefna. Eitt vakti þó athygli mína. Það er boðið upp á afsturlunarte í Húsdýragarðinum.

Þótt ég sé ekkert sérstaklega hrifin af störfum þessara manna, finnst finnst mér þetta ekki rétt leið til að losna við fyrrverandi samgönguráðherra og hrellir þess núverandi af vettvangi stjórnmálanna.


0 ummæli:Skrifa ummæli