föstudagur, júní 06, 2008

6. júní 2008 - Tilviljun eða hakkari?

Í hneykslan minni á mótmælum Félags kaþólskra leikmanna ákvað ég að kíkja inn á heimasíðu kaþólskra og rak þar augun í eftirfarandi:

Ýmsar sóknir bjóða til sölu bækur og trúarlega gripi. Í Landakoti í Reykjavík er stærsta bókabúðin á því sviði (á Hávallagötu 14). Hún er opin eftir messu á sunnudögum frá 12:00 - 13:30.
Umsjónarmaður er Jón Gnarr (sími 551 4302).
Kaþólska bókabúðin Hávallagötu 14, 101 Reykjavík.
Sími afgreiðslumanns: 551 4302

Ha, Jón Gnarr? Er hann ekki höfundur bráðfyndinna auglýsinga frá Símanum þar sem Jesús sér Júdas í myndsímanum sínum sem og auglýsingarinnar um rannsóknarréttinn? Eða er nafn Jóns Gnarr komið inn á heimasíðu kaþólsku kirkjunnar vegna mistaka eða sem hrekkur einhvers hakkara, en mig grunar að símanúmerið sem fylgir tilheyri Torfa Ólafssyni.
Hvað sem því líður sé ég ekki ástæðu til að segja upp símanum vegna skemmtilegra auglýsinga, ekki frekar en ég segi upp aðild að kirkjunni.


http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/05/segja_upp_vidskiptum_vid_simann/

http://www.vortex.is/catholica/dos.html


0 ummæli:







Skrifa ummæli