föstudagur, nóvember 14, 2008

14. nóvembr 2008 – Íslamskur hryðjuverkamaður eða íslenskur útrásarvíkingur?


Nú er ljóst að tvennum sögum fer af strandi Ólafs Harðarsonar eða Ólafs Haraldssonar eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður. Ólafur segir eitt og maður fær á tilfinninguna að Danir séu óskaplega vondir við Íslendinga, en svo heyrist danska útgáfan af sama atburði og hún er gjörólík rétt eins og að um tvo algjörlega aðskilda atburði sé að ræða.

Þegar ég skoðaði mynd af manninum í morgun fékk ég það á tilfinninguna að Danir hefðu haldið að þarna færi einhver vafasamur stuðningsmaður Osama Bin Laden, maðurinn með mikið hár og skegg og húfuræfil sem helst minnti á túrban Ósama séður úr fjarlægð. Er það nema von að danska strandgæslan hafi haldið eitthvað misjafnt um manninn?

Við athugun var maðurinn kannski ekki hryðjuverkamaður, allavega ekki af því tagi sem Dönum er mest í nöp við, heldur rammíslenskur útrásarvíkingur. Vesalings Ólafur Haraldsson eða Ólafur Harðarson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, má prísa sig sælan að hafa ekki rekið að ströndum Bretlands þar sem Gordon frá Brúnastöðum ræður ríkjum!

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/14/logregla_ber_sogu_islendings_til_baka/


0 ummæli:







Skrifa ummæli