laugardagur, nóvember 29, 2008

29. nóvember 2008 - Konur eiga orðið.

Ég kom við hjá bókaútgáfunni Sölku á föstudagskvöldið, en þar var verið að fagna útgáfu dagatalsbókar ársins 2009, en hún ber heitið: Konur eiga orðið, allan ársins hring.

Auk þess að vera dagbók fyrir árið 2009, birtast þar hugrenningar 65 kvenna, ein í byrjun hverrar viku og ein í byrjun hvers mánaðar. Sjálf á ég eina hugrenningu í bókinni, eina hugrenningu að vori.

Þess má geta að bókin er tileinkuð rannsóknum á þunglyndi kvenna. Kristín Birgisdóttir sá um útgáfuna en Myrra Leifsdóttir sá um útfærslu bókarinnar, en auk þeirra eiga 12 kvenljósmyndarar myndir í bókinni, ein fyrir hvern mánuð.

Glæsilegt verk sem aðstandendur geta verið stoltir af. Bara verst að ég þurfti að yfirgefa samkvæmið of snemma til að fara á vaktina mína.

http://www.salkaforlag.is/


0 ummæli:Skrifa ummæli