miðvikudagur, nóvember 26, 2008

26. nóvember 2008 - Samfélagsfræði fyrir innflytjendur!

Það er sagt að til þess að öðlast þýskt ríkisfang, þurfi innflytjendur að gangast undir próf í þýskri samfélagsfræði. Það eru ýmsar skoðanir á þessu prófi, hvort það sé yfirhöfuð nauðsynlegt og eins hvort það sé of létt eða of þungt eftir atvikum. Er ég rakst á pistil í Dagens nyheter um þetta próf, var ómögulegt annað en að lesa áfram:

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=854538

Auðvitað er svona próf innflytjendafjandsamlegt. En um leið má spyrja sig þess hvort þeir sem sækja um þýskt ríkisfang ætli sér ekki að gerast Þjóðverjar uns dauðinn knýr á dyr.

Með takmarkaða kunnáttu um þýska sögu og samfélagsfræði, en með talsverða virðingu fyrir þýskri þjóð í farteskinu hóf ég að svara spurningunum. Ég hafði þó eitt framyfir marga sem er að búið var að þýða prófið yfir á sænsku. Svona leit því prófið út er ég hóf að svara því:

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=854547

Þegar upp var staðið hafði ég svarað 25 réttum spurningum af 33, en einungis þurfti að svara 17 spurningum réttum til að ná því. Þar með hefi ég uppfyllt einn þátt af þremur til að öðlast þýskt ríkisfang.

Nú á ég bara eftir að pakka saman og flytja til Þýskalands og læra þýsku og dvelja þar í land í fimm ár áður en öðrum skilyrðum verður fullnægt. Og þó, ég held að ég nenni því ekki á þessum aldri. Það er víst alveg nóg að vera með þau þjóðfélagsréttindi sem ég hefi nú þegar!


0 ummæli:







Skrifa ummæli