fimmtudagur, nóvember 20, 2008

20. nóvember 2008 - Á að neita Íslandi um lánið?

Eftirfarandi bréf barst mér á fimmtudag frá tveimur aðilum:

http://www.imf.org/external/np/exr/contacts/contacts.aspx

Dear sirs

I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions

Warm regards,

(nafn)

Ég sendi það á publicaffairs@imf.org . Ég hvet alla að senda svona bréf. Réttlætið þarf fram að ganga með góðu eða illu.

(Tilvitnun lýkur)

Ég fór að veltu innihaldi þessa stutta bréfs fyrir mér. Nú eru komnar yfir sjö vikur frá því hrunið byrjaði með yfirtöku Glitnis og enn hefur vart nokkrum verið vikið frá störfum fyrir mesta fjármálahneyksli Íslandssögunnar. Allir hlutaðeigandi sitja fastir á sínum stað og hreyfa sig lítt. Allir eru saklausir í stöðum sínum í ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti. Jafnvel þeir bankastjórar sem þurftu að víkja eðlis máls vegna, starfa nú sem ráðgefandi aðilar hjá hinum sömu stofnunum og fyrrum. Og pappírstætararnir ganga á fullu við að eyða sönnunargögnum um sök þeirra.

Sjálfri finnst mér þessi aðgerð ákaflega varasöm, en það breytir ekki því, að full ástæða er til að fara varlega í að lána vafasömum spillingaröflum mikið fé, fé sem íslenska þjóðin þarf að greiða að fullu. Því treysti ég mér ekki til að standa að sendingu þessa bréfs, en hefi samt skilning á þeim aðilum sem senda bréfið til IMF.


0 ummæli:Skrifa ummæli