sunnudagur, janúar 15, 2006

15. janúar 2006 - Málið er, að....

Ég fékk heimsókn í gærkvöldi. Frá fyrri tíð minntist ég þess er ég hvatti tvo irkara til að kíkja til mín í whiskýlögg, en kláraði flöskuna sjálf án neinnar aðstoðar. Því rann mér blóðið til skyldunnar og ég bauð þessum tveimur irkfélögum í whiskýtár.

Þegar kvöldið rann upp upp hringdi ég í annan þeirra. “Varstu ekki að gera grín?” spurði hann og tilkynnti forföll. Hinn mætti, en til þess að sitja ekki ein af bokkunni, hringdi ég í góðan ættfræðifélaga sem ekki komst til drykkjunnar. Því sáum við tvö ein að drykkju allt kvöldið og fram eftir nóttu og reyndum að leysa lífsgátuna.

“Málið er,” sagði ég og félaginn svaraði samstundis. “Hvaða mál”, svaraði félaginn. Þú tönnlast sínkt og heilagt á orðunum “Málið er”, viltu gjöra svo vel að hætta þessu rugli.”
Loks urðum við sammála um að ég hætti að nota orðin Málið er, gegn því skilyrði að hann hætti að nota SilvíuNæturheilkennið og að segja hve allt væri ógisslega flott.

Ekki tókst okkur að leysa lífsgátuna þótt við færum langa leið að henni. Þó er ljóst að 21 árs gamall Glenninn rann ljúflega í kverkar okkar. Þegar félaginn var farinn, skreið ég í rúmið mitt, þetta rúm á heimili mínu sem ég hafði keypt fyrir tæpu ári og ætlað sjálfri mér. Af einhverjum ástæðum komst aldrei í verk að sofa í rúminu því tveir “leigjendur” sváfu þar í samtals sjö mánuði. Nú ætlum við, ég, Hrafnhildur og Tárhildur að eigna okkur rúmið og njóta þess að sofa án þess að traðka hver ofan á annarri.


0 ummæli:







Skrifa ummæli