föstudagur, febrúar 10, 2006

10. febrúar 2006 - Mikið að gera

Ég er í miðri vaktatörn í vinnunni og hefi ekki haft tíma til að blogga eitt né neitt. Það er ekki til að bæta úr, að nýja danska skipaskráin hefur átt hug minn síðastu dagana og hefi ég verið að blaðra í henni, bera saman við ýmsa þætti á netinu og blaðrað meira í þeim tilgangi að gleypa alla þá visku sem bókin hefur að geyma. Þrátt fyrir bókina hefi ég skilað mínu og fullyrði ég, að enginn skilvís neytandi heitavatnsins á höfuðborgarsvæðinu hafi þurft að líða skort á heitu vatni mín vegna.

Þega heim var komið fékk ég góða heimsókn og eyddi kvöldinu með skemmtilegu fólki, en ekki bara kisum í uppreisnarhug. Því verður lítið um djúphugsandi pistla hér þar til á föstudagskvöld.


0 ummæli:







Skrifa ummæli