mánudagur, febrúar 27, 2006

28. febrúar 2006 - Stutt blogg

Ég veit að fólk ætlast til að ég fari að skrifa um Olof Palme í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því er hann féll í valinn fyrir morðingjahendi. Ég held samt að það verði nóg af öðru fólki til að skrifa um hann. Að auki var hann myrtur áður en ég settist að í Svíþjóð og þrátt fyrir virðingu mína á Olof Palme sem persónu, þá er ég ekki rétta manneskjan til að fjalla um hann. Því sleppi ég þeirri minningargreininni.

Það væri freistandi að skrifa um annað morð, hatursmorð sem var framið suður í Portúgal í síðustu viku og sýnir gerlega hve mannskepnan er komin stutta leið frá villidýrseðli sínu. Ég ætla að geyma mér það þar til annað kvöld. Ég þarf að hugsa þetta mál áður en ég næ að orða það á nægilega varfærnislegan hátt. Auk þess er ég of syfjuð til að nenna að hnoða saman lítilli grein um mikið mál.

-----oOo-----

Þriðjudagur eftir hádegi

Ég vil taka fram að ég er saklaus af umferðartöfum sem áttu sér stað á Reykjanesbraut í morgun rétt fyrir klukkan átta. Ég byrjaði ekki á vaktinni fyrr en klukkan átta og þurfti að koma öllu í samt lag aftur. Það var eins gott að það var ábyrgt fólk á vaktinni bæði fyrir og eftir klukkan átta til að tryggja að allt endaði vel. AMEN.


0 ummæli:







Skrifa ummæli