mánudagur, mars 13, 2006

13. mars 2006 - Aumt blogg


Ég átti víst að skrifa hér heilmikið um reynslu dagsins, en af því að ég hefi ekkert að segja, get ég ekkert skrifað. Ég svaf til hádegis í gær, datt í hug að kveikja á sjónvarpinu og minn maður í saumavélaformúlunni var í öðru sæti og hélt því til loka. Ekki man ég hver lenti í þriðja sæti, vafalaust einhver auli frá Suður-Ameríku.

Ég fékk heimsókn, sjálf Susan Stryker frá Ameríku kom í heimsókn og var mikið spjallað. Í mörg ár fannst mér ég vera ein á Íslandi. Nú er ég ekki ein, ég er orðin hluti af hóp. Við vorum nokkrar sem þótti ástæða til að ræða um okkar hjartans mál.

Kisan Hrafnhildur var heldur betur höll undir Susan Stryker. Ég fer að verða afbrýðissöm!


0 ummæli:







Skrifa ummæli