fimmtudagur, mars 02, 2006

2. mars 2006 - Um lýðræðið

Þótt ég nenni ekki að skrifa neitt í kvöld, ætla ég samt að vekja athygli á frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar er sagt frá heimsókn George Dobbljú Bush Bandaríkjaforseta til Afganistan. Í fréttinni kemur fram að Afganar séu öðrum þjóðum fyrirmynd og hvatning, lýðræðið að styrkjast og veröldin að verða frjálsari og óðum friðvænlegra í heiminum.

Ég segi bara: Ætli afganskar konur viti af þessu?

Að aflokinni heimsókninni til Afganistan fer Bush svo í heimsókn til tveggja nágrannaríkja Írans, en öfugt við þau tvö sem eru í miklu vinfengi við Bandaríkin, þá á Íran engin kjarnorkuvopn.

Að öðru leyti læt ég lesendur sjálfa um að skemmta sér yfir fréttinni í Morgunblaðinu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1188048


0 ummæli:Skrifa ummæli