föstudagur, mars 24, 2006

24. mars 2006 - Afsakið seinkunina


Eins og einlægir aðdáendur mínir hafa veitt athygli, þá komst blogg dagsins ekki á netið fyrr en klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagsmorguninn. Skýringin er einföld. Ég datt í það í gærkvöldi.

Ég fór upp til Helsingör í gær til þess að horfa betur yfir til draumalandsins og til að skoða kirkjur og söfn eins og mín er von og vísa. Síðan var að sjálfsögðu fetað í fótspor Jónasar og haldið á Hviids vinstue og sötrað öl um sinn. Síðan var farið í heimsókn til fólks sem er að flytja heim til Íslands eftir nám hér, drukkið meira öl ásamt sterku og endað á hverfiskránni.

Slík drykkjukvöld enda oft með faðmlögum við Gustavsberg og svo fór einnig hjá mér.

-----oOo-----

Ég átti leið framhjá Gunnubúð og það gladdi mig mjög að sjá Gunnubúð og Jysk bäddlager tróna á sama skiltinu.


0 ummæli:Skrifa ummæli