miðvikudagur, september 19, 2007

19. september 2007 - Að flytja hús í heilu lagi!


Flutningafyrirtækið ET með fjölda dráttarbíla á einhvern öflugasta dráttarvagn á Íslandi. Vagninn er með beygjur á flestum eða öllum öxlum og liðugur sem Mercedes ef flytja þarf þungavörur, hvort heldur er rafala í stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar, túrbínur til Hellisheiðarvirkjunar eða hús úr miðbænum og upp í Árbæjarsafn. Bifreiðarstjórarnir hjá þessu ágæta fyrirtæki eru kallaðir til flestum tilfellum þegar flytja þarf þungavörur enda orðnir reynsluboltar eftir margra ára þungaflutninga um land allt.

Á mánudagskvöldið var hús flutt af Hverfisgötu og að gatnamótum Bergstaðastrætis og Spítalastígs. Flutningurinn gekk illa og húsið ruggaði á flutningavagninum eins og væri það á ferð í haugasjó. Fyrir bragðið stórsá á húsinu og húsum sem voru í vegi hússins sem flutt var.

Í framhaldi þess að sýndar voru myndir af flutningnum í sjónvarpinu sem sýndi ágætlega að hvorki var dráttarvagninn góði notaður né reynsluboltarnir hjá ET, spyr ég:

“Af hverju var ekki notast við bestu mögulegu tækni til að flytja húsið þessa stuttu leið?”

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1292172


0 ummæli:Skrifa ummæli