þriðjudagur, september 04, 2007

4. september 2007 - Herför Bjarna Harðarsonar


Hinn glænýi alþingismaður Bjarni Harðarson er þessa dagana í einkaherferð gegn öllum þeim sem hafa komið nálægt fjárveitingum vegna Grímseyjarferjunnar undanfarin ár og hefur í því sambandi kallað alla til ábyrgðar sem hafa komið nálægt málinu.

Hann getur alveg sparað sér stóru orðin. Þegar haft er í huga að ekki verður komist hjá því að útvega ferju til siglinga á milli lands og Grímseyjar, þá varð að gera eitthvað fremur en að flytja alla íbúana í land. Það má um leið segja að þau mistök sem áttu sér stað voru bundin við kaupin á ferjunni. Það sem skeði eftir að hún var keypt, var einungis eðlileg afleiðing af kaupunum og flokkast vart sem mistök eða bruðl.

Það einasta sem þarf að gera er að finna hver skrifaði undir kaupsamningana að ferjunni og spyrja hann hver hafi gefið grænt ljós á undirritun samningsins og reka þann hinn sama úr starfi, þ.e. ef hann er ekki þegar hættur!


0 ummæli:







Skrifa ummæli