mánudagur, september 24, 2007

24. september 2007 – Konur með yfirvaraskegg og ....


... karlar án skeggs. Vorið 2005 kom út bókin Women with mustaches and Men without Beards: Gender and Sexual Anxieties of Iranian Modernity.

Góður vinur gamla Ayatollah Khomeini var transsexual karl, þ.e. fæddur sem kona en fór í aðgerð til leiðréttingar á kyni í Englandi ef mig misminnir ekki. Ekki man ég nafnið á transsexual karlinum, en með tilvera hans og bætt lífsgildi að loknum aðgerðum sannfærðu Khomeini um að aðgerðir til leiðréttingar á kyni ætti rétt á sér. Síðan þetta var hafa margir samkynhneigðir karlar bjargað lífi sínu með því að leggjast undir hnífinn og breytt sér í konur. Þetta er þó skammvinn lausn fyrir samkynhneigða karla sem vilja njóta lífsins sem karlar með körlum. Því eru slíkar kynskiptaaðgerðir hrein martröð fyrir samkynhneigða karla. Ekki er það til að bæta úr að íranskir læknir eru ekkert sérlega færir í slíkum aðgerðum og gera venjulega meira ógagn en gagn.

Ég pantaði bókina í sumar og fékk eftir nokkra daga. Ég var þá með of margar bækur hálflesnar á náttborðinu mínu og því byrjaði ég á að lána hana til samverkafólks míns innan Verndarvættanna, samstarfshóps Amnesty um mannréttindi samkynhneigðra þar sem bókin gengur á milli fólks sem eru venjulega agndofa á slíkum pyntingum sem að þvinga fólk sem ekki er transgender eða transsexual að fara í kynskiptaaðgerð.

Bókin fæst hjá Amazon og kostar 16.96 $ auk sendingarkostnaðar

Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í starfi Verndarvættanna, samstarfshóps Amnesty um mannréttindi samkynhneigðra er hvatt til að hafa samband við Írisi Ellenberger: ie@amnesty.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1293164


0 ummæli:Skrifa ummæli