laugardagur, janúar 12, 2008

12. janúar 2008 - Skoda Fabia ofl.

Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist á ævinni hét Skoda, nánar tiltekið Skoda Oktavia Super árgerð 1964. Þetta var óttaleg drusla þótt ég segi sjálf frá og helmingnum af líftíma bílsins var eytt undir húddinu á vagninum.

Síðan þetta var hefi ég ávallt haft hina mestu ímigust á Skoda. Sömu sögu er að segja um Skoda eftir að Volkswagen eignaðist meirahluta í verksmiðjunni og bjuggu til ný nöfn fyrir framleiðsluna. Þegar ég las umfjöllun um Skoda Fabia í Dagens nyheter komu neikvæðu ummælin mér ekkert á óvart. Þetta er bíll sem ekki þolir snjó og hálku.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1064&a=732011

Dæmi hver sem vill en ég ætla að halda mig við japanskan eðalvagn enn um sinn.

-----oOo-----

Nýársteiti Orkuveitunnar var haldið á föstudagskvöldið. Ég var þar og þótt ég hefði tekið í höndina á stjórnarformanni og tveimur forstjórum, missti ég af hátíðarræðu kvöldsins sem haldin var af stjórnarformanni fyrirtækisins.

Skömmu á eftir kom deildarstjórinn og þakkaði mér fyrir gott samstarf. Ha, gott samstarf? En ég er ekkert að hætta. Í ljós kom að í ræðu ættingja míns, stjórnarformannsins, var tilkynnt um breytingar innan Orkuveitunnar þar sem Guðmundur Þóroddsson fráfarandi forstjóri REI verður forstjóri MEI, Helgi Pétursson blaðafulltrúi, en ég á að taka að mér boranir á nýjum vettvangi, þ.e. á tunglinu hjá nýja fyrirtækinu, Moon Energy Invest, skammstafað MEI.

Ég fagna nýjum stöðuhækkunum. :)


0 ummæli:







Skrifa ummæli