fimmtudagur, janúar 03, 2008

3. janúar 2008 - Dýrir forsetar?

Þá er fólk byrjað að þrasa aftur um embætti forseta Íslands, hvort Ólafur Ragnar eigi að gegna embættinu eitt kjjörtímabil í viðbót eða hætta. Ég held að það liggi bara augum uppi hvað best er að gera. Auðvitað á karlinn að halda áfram og spara nokkrar krónur fyrir ríkissjóð.

Vigdís Finnbogadóttir hætti árið 1996, þá vart komin á eftirlaunaaldur, rétt orðin 66 ára. Ef Ólafur Ragnar hætti núna, væri hann einungis 65 ára þegar hann færi á eftirlaun. Það þýðir í reynd að greiða þarf tveimur forsetum hæstu eftirlaun allt til æviloka. Ekki þýðir að vonast eftir skjótum ævilokum hans því hann er kvæntur kornungri stúlku. Ef hann deyr, mun hún þiggja ekkjulífeyri forseta uns hún deyr.

Því er einfaldast að Ólafur Ragnar sitji áfram enda ekki gert neitt það af sér að ástæða sé til að hann hætti í skyndingu. Það ætti kannski helst að skamma Vigdísi fyrir að hafa hætt of snemma og stuðla þannig að því að launagreiðslum til tveggja forseta.

-----oOo-----


Úr því farið er að ræða um ellilífeyri forseta, er í lagi að fagna afmæli ellilífeyrisþegans Michael Schumacher sem á afmæli í dag, orðinn fullra 39 ára gamall. Þar fer kappi sem fór alltof snemma á eftirlaun, rétt eins og Vigdís Finnbogadóttir.


0 ummæli:Skrifa ummæli