föstudagur, janúar 18, 2008

18. janúar 2008 - II - Hann jarðaði Ísland


Það þarf víst ekki að velkjast í vafa um hver það var sem jarðaði Ísland í handboltaleiknum í gær. Um leið er ekki annað hægt en að dást að sænska landsliðsmarkmanninum sem verður fertugur 15. febrúar n.k.

Um leið sakar ekki að geta þess að Tomas Svensson hefur að baki lífsreynslu sem sumum þykir nóg um. Hann var nefnilega farþegi í SAS-flugvélinni Dana Viking sem fórst í Gottröra nærri Arlanda flugvelli 27. desember 1991. Hann komst nærri ómeiddur úr flugslysinu, en 22 farþegar slösuðust alvarlega af 129 manns sem voru um borð í vélinni þegar hún missti afl skömmu eftir flugtak frá Arlanda og brotlenti.

http://www.aftonbladet.se/nyheter/article304175.ab

http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/282548/


0 ummæli:Skrifa ummæli