sunnudagur, janúar 20, 2008

20. janúar 2008 - II - Þar fór 500 kallinn!

Það er ekkert hægt að treysta á þessa Frakka. Ég ætlaði að vera rausnarleg við þá og veðjaði 500 krónum upp á það að þeir myndu vinna leikinn gegn Íslandi með tveggja marka mun. En níu mörk var sko algjör óþarfi.

Það er einu sinni svo að allt umfram eitt mark í sigur er óþarfa erfiði þótt ég hafi gerst rausnarleg og gefið þeim eitt mark að auki í bónus.

En ljóst er að 500 kallinn sem ég veðjaði fer í vasann hjá ónefndum kisueiganda í Þingholtunum og verður væntanlega notaður til að kaupa fyrir kattamat.


0 ummæli:Skrifa ummæli