miðvikudagur, janúar 16, 2008

17. janúar 2008 - Vesalings Árni!

Af hverju allir svo vondir við vesalings Árna Mathiesen? Það er eins og að hann hefði gert eitthvað af sér. Ég skil bara ekkert í þessu, ekki síst þegar haft er í huga að hann gerði bara skyldu sína.

Hvað hefði t.d. verið gert við vesalings Árna ef hann hefði ráðið einhvern þeirra sem töldust mjög hæfir í dómarastöðu á Akureyri? Hefði hann fengið að halda ráðherraembættinu? Ég efast um það. Hann átti engra kosta völ annars en að ráða fyrrum aðstoðarmann Björns Bjarnasonar í umrætt embætti. Björn mátti að sjálfsögðu ekki ráða fyrrum aðstoðarmann sinn í embættið og því var Árna fengið það hlutverk og að verja embættisveitinguna frammi fyrir alþjóð.

Ráðning Þorsteins Davíðssonar var ekki pólitísk embættisveiting, heldur var um að ræða fjölskylduveitingu. Ég ætla þó ekki að líkja ástandinu við Sikiley þar sem fjölskyldur ráða öllu. En það er engin tilviljun að þrjár mest umtöluðu embættisveitingar innan dómskerfisins á síðari tímum voru allar innan sömu fjölskyldunnar, fyrst náfrændinn, síðan besti vinurinn og loks sonurinn. Þetta mun hugsanlega ekki breytast fyrr en alþjóðlegir mannréttindadómstólar stöðva af spillinguna með dómi eins og átti sér stað þegar dómsvald og ákæruvald voru að hluta til í höndum sömu aðilanna fyrir 1989.

Þangað til verður Sjálfstæðisflokkurinn sem í helgreipum mannsins sem er ekki lengur heldri borgari heldur og hEldri borgari frá og með deginum í dag. Til hamingju Davíð Oddsson.


0 ummæli:Skrifa ummæli