þriðjudagur, febrúar 27, 2007

27. febrúar 2007 - II - Segir fátt af einni

Ég sveikst um bloggfærslu í gærkvöldi. Hafði verið á Deil kannekki námskeiði og andlega heilsan var í algjöru lágmarki er ég kom heim. Ekki er það þó vegna námskeiðsins sem slíks né þess ágæta fólks sem situr það, en samt. Það er ekki eins skemmtilegt og ég hafði átt von á. Kannski hafði ég bara gert mér of miklar vonir um námskeiðið í upphafi, nema að leiðbeinandinn sé Framsóknarmaður!

Fyrir bragðið fór ég beint að sofa er heim var komið og sleppti því að skammast yfir svifryksmengun, Framsóknarmönnum og Steingrími J. Til bæta gráu ofan á svart lagðist kisan Tárhildur ofan á lappirnar á mér á meðan ég var í fastasvefni og fyrir bragðið er ég enn með verki í löppunum eftir sinadrátt næturinnar!

Andlega heilsan hlýtur að komast í lag þegar líður á daginn.


0 ummæli:







Skrifa ummæli