mánudagur, febrúar 05, 2007

5. febrúar 2007 - Hvers vegna hætti vetnisverkefnið?


Undanfarin ár hafa ákaflega sérstæðir strætisvagnar sést á götum Reykjavíkur,þá helst fyrir þá sök að gufu hefur lagt frá útblásturskerfi þeirra. Eins og flestir vita, er hér um að ræða vagna sem knúnir eru með vetni. Nú hafa borist fréttir þess efnis að tilraunaverkefninu sé lokið og að þessir strætisvagnar verði sendir á safn.

Ég hefi ekki heyrt neitt frá þessum sjálfsskipuðu umhverfisverndarsinnum vegna þessa máls, af hverju strætisvagnar þessir eru að hætta að ganga og af hverju tilraunum þessum er nú hætt. Af einhverjum ástæðum fæ ég á tilfinninguna að eitthvað hafi farið úrskeiðis í þessum tilraunum, en hvergi er neitt sagt frá þeim.

Þegar haft er í huga að mengunin frá þessum vögnum er lítil sem engin, hlýtur að vera yfirvöldum kappsmál að halda þeim í rekstri sem lengst og öllu lengur en nemur tilraunatímanum. Það væri fróðlegt að heyra svör frá þessum sömu yfirvöldum.

Spyr ein sem ekki veit.

-----oOo-----

Meðfylgjandi er mynd af sýnishorni jarðkapals sem er gerður fyrir allt að 145 kV spennu og 500 kvaðröt. Heildarþvermál þessa kapals er um eða rúmlega 10 cm. Sjálfur leiðarinn eða kjarninn í kaplinum er úr hreinu áli. Utanum álkjarnann er þykk plasteinangrun, síðan hlífar og skerming og yst er svo vatnskápan. Myndin er sýnd hér til að fólk átti sig á því að ál er góður leiðari og víða notaður t.d. í jarðkapla og loftlínur, enda eru kopar og aðrir góðmálmar sem hafa minna eðlisviðnðám alltof dýrir og þungir til slíkra verkefna.

Sjá fulla stærð myndar: http://images20.fotki.com/v384/photos/8/801079/3367418/IMG_1465-vi.jpg?1170631452


0 ummæli:







Skrifa ummæli