laugardagur, febrúar 03, 2007

4. febrúar 2007 - Enn eitt Júróvisjónkvöldið

Ég var farin að örvænta þegar kom að næstsíðasta Júróvisjónlagi ársins og einasta sæmilega lagið sem ég hafði heyrt fram að því dottið úr keppni. Það lag var með einhverjum gömlu félaga hans Bubba með eftirnafnið Scobie og féll úr miðkeppninni. Sum lögin sem ég hafði heyrt voru svo afleit að þau voru hræðileg áheyrnar.

Svo kom næstsíðasta lagið með Ragnheiði Eiríksdóttur (Heiðu í Unun) og eftir Dr. Gunna. Loksins Loksins.
Það var fyrsta lagið sem ég heyrði þetta árið sem mér finnst ágætt og veðja á að muni komast langt. Ég er sannfærð um að með ákveðinni slípun lagsins, muni það ná langt í Helsingfors og vonandi komast alla leið í lokakeppnina, en að sjálfsögðu verður það fyrst að sigra úrslitakeppnina hér heima.


0 ummæli:







Skrifa ummæli