föstudagur, maí 11, 2007

11. maí 2007 - II - 27. júní er góður dagur!

Hinn 27. júní 1921 var Rafmagnsveita Reykjavíkur stofnuð og Elliðaárstöð vígð. Þetta var því góður dagur fyrir Reykvíkinga sem þar með tóku fyrsta stóra skrefið inn í nútímann. Hinn 27. júní 1996 hlutu samkynhneigðir umtalsverð mannréttindi á Íslandi. Þessi dagur var því góður dagur fyrir samkynhneigt fólk á Íslandi.

Hinn 27. júní næstkomandi ætlar einn helsti varðhundur George Dobbljú Bush að hætta störfum sem forsætisráðherra Englands og láta embættið í hendur hógværari öflum. Það er vel og efa ég ekki að heimurinn muni fagna innilega. 27. júní er því einnig góður dagur fyrir heimsbyggðina.


0 ummæli:Skrifa ummæli