miðvikudagur, maí 02, 2007

2. maí 2007 - Komin heim!

Það er hreint ótrúlegt hve mikið er hægt að gera á örfáum klukkustundum eftir drykkjuskap drottningardagsins í Hollandi. Á þriðjudagsmorguninn voru göturnar jafn skínandi hreinar og viku fyrir þjóðhátíðina miklu. Það var þó ekki mikill tími til að njóta hreinnar borgar því nú var förinni heitið heim á leið.

Flugið gekk vel og sömuleiðis ökutúrinn til Reykjavíkur, en síðan þurfti að fara beint á vaktina. Ekki veitir af að taka eina vakt því samkvæmt sumarleyfisskipulagi á ég fyrsta sumarfrí ársins sem byrjar á mánudag.

Annars er allt tíðindalaust af heimaslóðum. Kisurnar mínar dafna sem aldrei fyrr eftir gott atlæti á meðan ég var í burtu og svo mun ég setja inn myndir um eftirmiðdaginn frá Amsterdam. Klámhundar munu þó ekki fá neina ánægju af þeim myndum því ég tók engar myndir af hollenskum portkonum í ferðinni.


0 ummæli:







Skrifa ummæli