sunnudagur, maí 13, 2007

13. maí 2007 - III - Íslandshreyfingin

Það er ekki hægt annað en að dást að því fólki sem leggur allt í sölurnar fyrir málstaðinn þótt fáir vilji hlusta. Þannig þurfti Íslandshreyfingin að leggja meira á sig en önnur framboð fyrir þessar kosningar, ekki síst í ljósi þess að hreyfingin átti enga sjóði til að sækja í og fáa greiðandi stuðningsmenn. Heyrt hefi ég, þó óstaðfest, að sumir aðstandendur Íslandshreyfingarinnar hafi þurft að ganga í persónulegar ábyrgðir til að láta framboðið ganga upp og fá ekkert til baka með því að ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka miðast við þá flokka sem eiga sæti á Alþingi..

Þótt skoðanir mínar og Íslandshreyfingarinnar hafi ekki átt samleið, er ekki annað hægt en að dást að viljastyrk og hugsjónastarfi þess fólks sem háði vonlitla baráttu allt frá fyrsta degi og óska þeim góðs gengis í framtíðinni.


0 ummæli:







Skrifa ummæli