miðvikudagur, maí 16, 2007

16. maí 2007 - Vaknað fyrir flug

Þetta er óþolandi. Af hverju þarf ég að vakna klukkan þrjú að morgni til að ná fluginu?

Þessi spurning hefur oft angrað mig. Í morgun þurfti ég að vakna klukkan þrjú til að skutla fólki suður á Miðnesheiðarflugvöll af því að flugvélin átti að fara í loftið klukkan sjö. Fyrir bragðið var ég úrill á leiðinni þótt ekki gæti ég kennt farþegum mínum um skap mitt. Ég var bara ekki búin að sofa nóg. Svo finnst mér að alltaf sé rigning á Keflavíkurveginum.

Ekki þýðir að benda fólkinu á að geyma bílinn suður á Miðnesheiði á meðan það er í útlöndum. Slíkt er í lagi ef einungis er dvalið í þrjá til fjóra daga, en þegar fólk ætlar að dvelja í tvær vikur er kostnaðurinn við að geyma bílinn suðurfrá orðinn óheyrilegur. Því er ódýrara að skutla fólkinu í flug og flýta sér heim aftur í von um að ná klukkutíma lúr áður en farið er til vinnu.

Fólkið sem er að fara til útlanda telur mér trú um að þetta sé fínn tími. Þegar komið er til útlanda er rétt komið hádegi og það getur verslað og fengið sér öl og notið lífsins allan eftirmiðdaginn og kvöldið. Í reynd er það vansvefta og þreytt þegar komið er á ákvörðunarstað, gerir tóma vitleysu í innkaupum og verður dauðadrukkið af einum öl. Fyrir bragðið er það komið í svefnstað og farið að sofa löngu fyrir eðlilegan háttatíma.

Ég skil sjálfu sér Flugleiðir að stilla brottfarartímana til Evrópu við komutíma Ameríkuvélanna, en ég skil ekki að Æsland Express þurfi að apa þetta eftir þeim.

Ég er heppin í þetta sinn. Ég er í frí frá vinnunni og get skriðið upp í þegar heim er komið og haldið áfram að sofa.

“Geysp”


0 ummæli:







Skrifa ummæli