sunnudagur, maí 20, 2007

20. maí 2007 - Hvað ætlar þú að verða væni ....

... þegar þú ert orðinn stór?

Það voru skólaslit í Fjöltækniskólanum í gær. Meðal þeirra sem voru viðstödd skólaslitin var hópur nemenda sem hafði lokið námi við Vélskóla Íslands fyrir 30 árum síðan, vorið 1977. Ekki var hópurinn okkar fjölmennur. Við vorum kannski tólf sem mættum af 66 manna hóp sem útskrifaðist fyrir 30 árum. Flestir eru þó enn á lífi utan fjórir sem hafa látist af ýmsum völdum á þessum áratugum sem liðnir eru.

Eftir að hafa verið við skólaslitin og þegið góðar veitingar hjá kvenfélögum faghópana sem áttu í hlut, röltum við inn gamla skólaganginn og stöldruðum við neðan við gamla skólaspjaldið og ræddum gamlar syndir áður en við héldum í hvert sína leið. Er við vorum komin út úr gamla skólahúsinu var enn verið að ræða gamla skóladaga og þá spurði einn í hópnum:

“Miðað við þá reynslu sem þið hafið að baki, og þið væruð að velja ykkur nám, hvert færuð þið?”
Svarið stóð nokkuð í okkur. Einhverjir nefndu nákvæmlega það nám sem við völdum fyrir rúmum þremur áratugum, en á endanum varð heimspekin fyrir valinu sem áhugaverðasta fagið að glíma við að fenginni 30 ára reynslu á sjó og í landi við misjafnar aðstæður.

http://public.fotki.com/annakk/blanda-efni/nemendur-1977/


0 ummæli:







Skrifa ummæli