fimmtudagur, maí 17, 2007

17. maí 2007 - Hvað gerir Geirharður þá?

Nú bendir ýmislegt til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ætli sér að sitja sem fastast í fjögur ár til viðbótar. Það væri ekkert við því að segja ef 32 alþingismenn væru sammála um öll verkefni og að verja ríkisstjórnina falli. Þá efa ég ekki réttinn að kalla til varamenn inn á þing eða ráða ráðherra á sama hátt og Jón Sigurðsson var ráðinn til starfa sem iðnaðarráðherra fyrir nærri ári síðan. Það er auk þess líklegast að þingmenn Framsóknarflokksins muni gefa eftir með öll mál til að fá að halda áfram í ríkisstjórn og að gömlu yfirlýsingarnar frá því fyrir kosningar um slit á stjórnarsamstarfi ef fylgið hrynur verði marklausar þegar á reynir.

Eitt situr þó dálítið í mér. Einn nýkjörinna alþingismanna heitir Árni Johnsen. Honum gæti dottið það til hugar að setja sem skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórnina, að göng verði boruð milli lands og Eyja.

Hvað skyldi Geir Haarde gera þá?


0 ummæli:Skrifa ummæli