miðvikudagur, júlí 11, 2007

10. júlí 2007 – II – Klukkuð

Ég hefi víst verið klukkuð af Ylfu Mist Helgadóttur og neyðist því til að játa á mig átta syndir, en þær eru eftirfarandi:

1. Ég gleymdi að gefa stefnuljós er ég ók út úr hringtorgi um daginn.
2. Ég sofna alltaf áður en ég næ að opna bókina á náttborðinu.
3. Ég þoli ekki rétti með útlenskum landaheitum.
4. Mér finnst öl betra en kaffi.
5. Ég er blóðlöt við að skúra gólfin heima hjá mér.
6. Mér finnst rifsberjasulta góð.
7. Ég þoli ekki ketti! Þó á ég tvær gullfallegar kisur.
8. Mér leiðast fjallgöngur, en bara verð til að ná af mér aukakílóunum.

Í framhaldinu klukka ég Hildigunni, Hörpu, Stínu frænku, Parísardömuna, Sardínuna, Steina litla og Þórð sjóara.

Svo þýðir ekkert að klukka mig aftur.


0 ummæli:







Skrifa ummæli