miðvikudagur, júlí 04, 2007

4. júlí 2007 - Lækkun húsnæðislánahlutfalls í 80%

Fyrir manneskju sem ekki á eigin íbúð er erfitt að safna peningum. Allur sá peningur sem gæti farið í sparnað eða í að borga niður eigið húsnæði fer í húsaleigu. Þetta verður eins og vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Fyrir nokkrum árum rofnaði sá vítahringur að nokkru leyti og ég notaði tækifærið og keypti mér íbúð í stað þess að eyða öllum peningunum í húsaleigu. Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir lokað glufunni aftur. Það gerir ekkert til fyrir mig persónulega því að ég er löngu komin á lygnan sjó í húsnæðismálum, takk veri hækkun lánshlutfalls húsnæðislána fyrir þremur árum.

Með lækkun húsnæðislánahlutfallsins í 80% hefur Jóhanna gert atlögu að efnaminna fólki þessa samfélags. Um leið ætlar Jóhanna að búa til nýtt félagslegt íbúðalánakerfi og auka á möguleika fólks að geta leigt húsnæði. Þannig ætlar hún að loka hringnum og byggja múra. Fólk sem lendir í vítahring húsaleigunnar á að vera þar áfram og ekki hafa möguleika á að rjúfa vítahringinn.

Ænei, ekki þú Jóhanna mín. Þarf ég virkilega að þakka almættinu fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir var ekki félagsmálaráðherra þegar ég losnaði úr vítahringnum fyrir þremur árum?


0 ummæli:







Skrifa ummæli