sunnudagur, júlí 29, 2007

29. júlí 2007 - Umhverfissinnar á "grænum" Subaru


Ég gladdist mjög er ég komst að því að hinir ungu skemmtikraftar okkar í Seifing Æsland hafa ekið um á “grænum” Subaru að undanförnu og þannig lífgað upp á tilveru okkar og glatt okkur sem einnig ökum um á grænum Subaru.

Hvað er kerlingin að segja? kann einhver að spyrja. Subaru er sko ekkert umhverfisvænn og eyðir alltof miklu bensíni. Auk þess er bifreið ungmennanna í Seifing Æsland nærri tuttugu ára gamalt Subaru Justy brak á leið í niðurrif. Satt er það, en um leið sparast nagladekkin auk þess sem mikið öryggi er í fjórhjóladrifinu. Þá ber að hafa í huga að margir hlutir í eðalvagni ungmennanna í Seifing Æsland eru úr hinu umhverfisvæna áli, meðal annars mótorblokk, stimplar, vatnsdæla, gírkassahús, drifhús auk ýmissa smærri hluta. Það er því hægt að velta fyrir sér hve þungur yrði Subaru allur ef ekkert ál væri í honum. Það er því sem ég segi, bíll ungmennana er grænn þótt hann sé sagður grár í skoðunarvottorði og lítur út fyrir að vera flekkóttur.

Ástæða þessarar nýju uppgötvunar minnar er sú að umræddur eðalvagn Seifing Æsland ók á gamalt timburhús um daginn fullur af gaskútum að sögn vitna. (Ég hélt að þessi útlendu ungmenni hafi lært það að það er mjög erfitt að nota gaskúta við hryðjuverkaárásir eins og nýleg dæmi sanna). Ekki sá mikið á húsinu fagra á Vesturgötunni, en því meir á ökutækinu og óvíst hvort það verði notað í fleiri mótmælaaðgerðir á næstunni. Fyrir einskæra heppni voru þeir félagar Baldur og Felix ekki á tröppum hússins þegar ungmennin óku á það.

Þess skal sömuleiðis getið að efri myndin er stolin frá fyrirtæki sem staðsett er í rauða húsinu sem ekið var á, samanber tengilinn hér að neðan þar sem segir frá þessu voðaverki.

http://www.jl.is/blog/?p=151


0 ummæli:Skrifa ummæli