sunnudagur, október 14, 2007

14. október 2007 - Beðið um slagsmál!

Þarna er verið að biðja um slagsmál sagði ég við vinnufélaga minn í gær þar sem hann var að horfa á útsendingu frá upphafi landsleikjar í knattspyrnu og sýnt var hvar lettneskur fáni stóð uppúr mannhafi fólks þrælmerktu í íslenska fánalitunum. Það var eðlilegt að ég segði þetta. Það hafa brotist út alvarleg hópslagsmál á knattspyrnuleikjum þar sem einfaldar griðingar skilja að áhangendur hinna ólíku liða, jafnvel svo alvarleg að tugir áhorfenda hafa farist í slagsmálunum.

Forráðamenn Laugardalsvallar og Knattspyrnusamband Íslands mega þakka fyrir að ekki fór verr.

Annars þykir mér það merkilegt hve ljósatyppi Yoko Ono í anda friðar hefur hleypt illu blóði í suma sbr. klögumál Heimdellinganna á hendur fráfarandi borgarstjóra og fall fyrrum meirihluta í framhaldinu og nú tilraun til hópslagsmála á Laugardalsvelli. Hvað næst?

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1296835


0 ummæli:







Skrifa ummæli