mánudagur, október 22, 2007

22. október 2007 - Ný Biblíuþýðing


Í fréttum sjónvarpsins á sunnudagskvöldið sá Gunnar Þorsteinsson safnaðarhirðir Krossins ástæðu til að gagnrýna harðlega nýja Biblíuþýðingu sem nú hefur komið fyrir augu fólks í prentuðu formi. Þessi mótmæli Gunnars virðast benda til að nýja Biblíuþýðingin sé góð þýðing og vel heppnuð og ástæða til að nálgast eintak af nýju útgáfunni.

Hin harkalegu viðbrögð gegn nýju Biblíuþýðingunni koma mér annars nokkuð á óvart. Þeim sem harðast mótmæla hefur löngum verið tíðrætt um nýyrðið “kynvillinga” og finnst það eðlilegt, en orðskrýpið kynvillingur kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1922 ef ég man rétt og er í dag einvörðungu notað af þeim sem vilja rægja og niðurlægja samkynhneigt fólk. Um þá sem ástunda rógburð af þessu tagi vil ég segja:

Drottinn, fyrirgef þeim því þeir vita eigi hvað þeir gjöra.


0 ummæli:







Skrifa ummæli