mánudagur, október 08, 2007

8. október 2007 - Haust

Það er komið eitthvað haust í mig. Ekki svona haust lífsins, heldur raunverulegt haust þar sem kvöldin eru dimm og köld, laufin að miklu leyti fallin af trjánum og enginn snjór og nóttin er svört.

Ég finn að ég þarf að sofa miklu meir en á öðrum árstímum. Ef ég fer á fætur á hádegi eftir að hafa verið á næturvakt, finn ég fyrir þreytu allan eftirmiðdaginn og geri fátt af viti annað en að slæpast yfir engu. Ég nenni ekki einu sinni að blogga.

Um leið vaknar gamla tilhlökkunin aftur til lífsins, tilhlökkunin sem legið hefur í dvala síðan í janúar. Það eru jólin. Það eru ekki nema rúmlega tveir og hálfur mánuður til jóla og síðan koma áramót og tími nýrra fyrirheita.

Svo fer að birta á ný.


0 ummæli:







Skrifa ummæli