þriðjudagur, október 23, 2007

24. október 2007 - Eins og í gamla daga!

Ég átti leið um Snæfellsnesið fyrir skömmu ásamt hópi fólks. Þar sem ég sat í rútunni og við áttum leið framhjá afleggjaranum að Eiði, dáðist ég að brúsapallinum og í gegnum huga mér runnu minningar frá þeim tíma er brúsapallur var við hvern bæ. Ekki varð minningin samt svo sterk að ég gæti rifjað upp þá tíma er heimasætan beið við brúsapallinn eftir honum Bjössa sínum, enda komu kæligeymslur og tankbílar til sögunnar um svipað leyti og ég komst til fullorðinsára.

Í heimsku minni gerði ég mér enga grein fyrir því að brúsapallurinn væri einungis til skrauts, svo eðlilegur var hann og í sínu náttúrulega umhverfi, við afleggjarann að bænum Eiði.

Ég vona svo sannarlega að þjófurinn eða þjófarnir hafi vit á því að skila mjólkurbrúsanum aftur þangað sem hann á heima.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1298556


0 ummæli:Skrifa ummæli