þriðjudagur, október 02, 2007

2. október 2007 - Jarðarför


Ég fór í jarðarför í dag hjá Árna Eyjólfssyni sem drukknaði í Soginu á dögunum. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn á þessu ári sem ég fer í jarðarför sem er minna en hefur verið undanfarin ár.

Dómkirkjan var full af fólki. Athöfnin var að mörgu leyti hefðbundin jarðarför og þó. Tvennu hafði verið breytt sem boðar (vonandi) breyttar venjur við útfarir á Íslandi. Myndin á kynningarblaðinu var af gleðistund hjá hinum látna, Árna með nýveiddan lax í stað hefðbundinnar andlitsmyndar. Hitt atriðið var að ekki var leikinn hefðbundinn sorgarmars þegar kistan var borin úr kirkju, heldur var Stairway to Heaven leikið við útgönguna.

Sjálf er ég mjög sátt við slíka breytingu. Með slíkri breytingu verður athöfnin mun léttari en áður var og gefur kannski fremur til kynna að jarðarförin er ekki bara kveðja að eilífu heldur og nýtt upphaf fyrir hinn látna.

Ég vil votta Þórunni og börnum ásamt öðrum ættingjum og vinum mínar samúðarkveðjur.


0 ummæli:







Skrifa ummæli