föstudagur, október 05, 2007

5. október 2007 - Of hægur akstur?

Á föstudagsmorguninn fór ég í ferð með langferðabifreið. Bílstjórinn er ákaflega varkár maður og sérstaklega valinn þegar þarf að flytja mjög viðkvæman farm eins og mig og hópinn góða sem fór í ferðina, fer aldrei yfir löglegan hámarkshraða og gætir þess að stoppa reglulega fyrir pissupásur, hleypir þeim sem vilja fara hraðar framúr sér og er fyrirmyndarökumaður í hvívetna.

Þegar erindum hópsins var lokið um eftirmiðdaginn og haldið áleiðis til Reykjavíkur var mikil umferð á Vesturlandsveginum. Þegar lokið var pissupásu í Borgarnesi lentum við aftan við jeppling með númerið EK-xxx sem fór nokkuð hægar en okkar bílstjóra þótti eðlilegt og héngum við aftan við drusluna þar til tekin var pissupása á Kjalarnesi. Var þá komin löng röð bíla fyrir aftan okkur sem komust ekki framúr vegna mikillar umferðar úr borginni.

Er ekki kominn tími til að lögreglan bendi sumum á að taka strætó í bæinn?

-----oOo-----

Plokkfiskurinn í Narfeyrarstofu sem er í fæðingarbæ föður míns rann ljúflega niður


0 ummæli:







Skrifa ummæli