fimmtudagur, október 18, 2007

18. október 2007 - Eiður Smári Gudjohnsen


Eiður Smári Gudjohnsen er snilldargóður knattspyrnumaður. Hann er svo frábær að hann er fetinu framar en sérhver hinna í landsliðinu hvað getu snertir. Þess vegna er hann fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Knattspyrna er hópíþrótt. Þar spila ellefu leikmenn í hvoru liði og með samhentu átaki tekst þeim að vinna leiki eða tapa ef þeir standa sig ekki nógu vel í leiknum. Þessu er ekki svona farið með íslenska landsliðið. Þar er einn leikmaður og tíu aðstoðarmenn. Þessir tíu berjast fyrir því að halda markinu sínu hreinu og ef þeir ná boltanum sparka þeir honum til leikmannsins eina sem einn á að sjá um að koma boltanum í net andstæðinganna. Þessi eini leikmaður heitir Eiður Smári Guðjohnsen.

Fyrir nokkru síðan var Eiður Smári Gudjohnsen frá keppni vegna meiðsla og þá gerði íslenska landsliðið eitt jafntefli og sigraði andstæðingana í öðrum leik. Því mætti ætla að Eiður Smári Gudjohnsen ætti sök á hrakförum íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Við vitum að það er rangt. Eiður Smári Gudjohnsen er bestur. Hann er einfaldlega of góður fyrir íslenska landsliðið.

Það er óþarfi að sparka Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara. Það þarf bara að setja Eið Smára Gudjohnsen á bekkinn svo restin af liðinu hætti að spila aðstoðarmenn og gerist leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu


0 ummæli:Skrifa ummæli