þriðjudagur, október 09, 2007

9. október 2007 - Já er svarið!

Þessa dagana hljómar rödd í auglýsingatímum í útvarpi þar sem kona segist vera frá Önundarfirði og spyr svo hvort þessi Önundur sé lifandi?

Í lok auglýsingarinnar fáum við niðurstöðuna því þá er sagt: Já er svarið.

Þá vitum við hversu mikið er að marka svörin hjá svarþjónustu símaskrárinnar.

-----oOo-----

Það verður kveikt á ljósatyppi Yoko Ono í Viðey í kvöld og að sjálfsögðu verður það í boði Orkuveitu Reykjavíkur þar sem peningar finnast til slíkra hluta þótt meirihluti borgarstjórnar vilji ekki beina aurunum til verkefna sem bæta umhverfismál úti í heimi.


0 ummæli:Skrifa ummæli