sunnudagur, október 14, 2007

14. október 2007 - II - Það hafa engir ......rekið hitaveitur lengur en við, segir Ingvar Birgir Friðleifsson skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í viðtali við Ríkisútvarpið í hádegisfréttum í dag.

Þessi flökkusaga um að Íslendingar hafi verið fyrstir til að nýta jarðhitann til hitaveitu er röng. Fyrsta nútímahitaveitan varð til í Boise í Idaho í Bandaríkjunum árið 1892. Þá og í nærri fjörtíu ár eftir það rann heita vatnið óbeislað til sjávar í Reykjavík ef frá er talið að heita vatnið var að einhverju leyti notað til þvotta og til að hita gömlu sundlaugarnar í Reykjavík. Það var svo snemma á tuttugustu öld sem einstöku bændur hófu að hita hús sín með heitu laugavatni en Austurbæjarskóli og Landsspítalinn fengu sína hitaveitu haustið 1930 þegar heitt vatn var leitt frá dælustöðinni við Þvottalaugarnar og til Reykjavíkurbæjar.

Það er svo aftur allt önnur saga að Íslendingar hafa verið þjóða duglegastir við að nýta sér jarðhitann til húsahitunar og rafmagnsframleiðslu.

http://www.idwr.state.id.us/energy/alternative_fuels/geothermal/detailed_district.htm

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item173397/


0 ummæli:Skrifa ummæli