fimmtudagur, október 18, 2007

18. október 2007 - Vestmannaey VE-54


Það var haustið 1974 sem mér var boðið að fara um borð í Vestmannaey. Skipið hafði komið nýtt til landsins frá Japan einu og hálfu ári áður, en nú átti að flytja útgerðina aftur til Eyja eftir gosið og einhverjir áhafnarmeðlimir ákváðu að fara ekki til Eyja með skipinu og þar losnaði pláss sem ég greip fegins hendi.

Ég var samtals um borð á fimmta ár, en hætti haustið 1980. Þarna öðlaðist ég þá starfsreynslu sem ég hefi búið að allar götur síðan. Nú hefur skipið verið selt til Argentínu og einungis minningin skilin eftir á Íslandi.

Megi gæfan fylgja þessu ágæta skipi áfram sem hingað til.

Sjá myndir:

http://public.fotki.com/annakk/ferir-og-vinna/vestmannaey-ve-54-/
http://public.fotki.com/annakk/ferir-og-vinna/skipamyndir/


0 ummæli:Skrifa ummæli