sunnudagur, október 28, 2007

28. október 2007 - Gáfaðar kisur


Eins og allir vita sem vilja vita, þá á ég mjög gáfaðar kisur, samanber færsluna á undan og er Hrafnhildur ofurkisa systur sinni fremri í mörgu. Hún er ekki bara svört og því góð í íþróttum eins og einhver ónefndur fyrrum ráðherra á að hafa sagt um þeldökkt fólk, heldur er hún einnig góð í fleiru.

Hrafnhildur kvartar þó sáran yfir einhæfum bókakostinum því henni finnst of mikið af ættfræði og of lítið af skáldsögum á heimilinu. Hún er þó farin að sætta sig við bókakostinn og tekur gjarnan með sér eina og eina ættfræðibók í rúmið þegar hún fer að sofa á kvöldin.

Myndin sýnir þar sem Hrafnhildur ofurkisa er að velja sér bók til að lesa fyrir svefninn og virðist heilluð af Vaðbrekkungum. Eins og sjá má af myndinni, var ég ekki búin að taka til í hillunum áður en ég smellti af myndinni.

-----oOo-----

Svo fær Eyjólfur frændi minn og dyggur lesandi bloggsins hamingjuóskir með 74 ára afmælið.


0 ummæli:Skrifa ummæli