miðvikudagur, október 17, 2007

17. október 2007 - Henning Mankell


Það var daginn sem fréttir bárust til Íslands af því að Anna Lindh hefði látist af völdum árásar í NK við Hamngatan í Stokkhólmi.

Ég hafði verið að keyra vinkonu mína sem hefur lengi búið í Svíþjóð en bjó núna í Reykjavík og henni fannst ekki koma til greina annað en að koma við hjá sænska sendiherranum og rita nafn sitt í minningarbók Önnu Lindh sem þar lá frammi. Ekkert mál og við renndum heim til sendiherrans.

Inn komumst við og rituðum nöfn okkar eins og ætlunin hafði verið og ræddum nokkra stund við sendiherrann. Þá rekur vinkona mín augun í mann einn sem sat í stól inni í setustofu og tók hann tali, reyndar af svo miklum ákafa að mér hætti að standa á sama.

Það var ekki fyrr en við komum út aftur sem hún sagði mér að þarna hefði hún hitt uppáhaldsrithöfundinn sinn í fyrsta sinn, sjálfan Henning Mankell og það á Íslandi. Sjálf varð ég að viðurkenna heimsku mína því ég hafði aldrei lesið neitt eftir hann þótt vissulega hefði skemmtileg og alúðleg framkoma hans kveikt áhuga minn fyrir ritum hans.

Og enn kemur Henning Mankell skemmtilega á óvart.

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1297279


0 ummæli:Skrifa ummæli