mánudagur, október 29, 2007

29. október 2007 - Hálkuvandræðin á Keflavíkurflugvelli

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt talað um vandræði vegna hálku á Keflavíkurflugvelli áður. Í gær voru tvær flugvélar látnar lenda á Egilsstöðum auk einnar sem rann til í hálkunni. Ég skal þó ekki fullyrða að þetta hafi ekki oft skeð áður þótt ég minnist þess ekki.

Ég fer að velta því fyrir mér hvort þetta séu afleiðingar af brottför hersins? Það er ljóst að verulega var dregið úr allri þjónustu suðurfrá með fækkun hermanna. Sum þjónustan mátti alveg missa sín, en spurningin er hvort snjóruðningsdeildin sem var rekin í nánu samstarfi við flugvallarslökkviliðið hafi orðið að líða fyrir niðurskurðinn sem varð við brottför hersins?

Spyr ein sem ekki veit.

-----oOo-----

Svo fá elsku hjartans systkinin mín hamingjuóskir með daginn. Algjörir ellismellir, eitthvað annað en ég.


0 ummæli:







Skrifa ummæli