laugardagur, mars 10, 2007

10. mars 2007 - Um auðlindaákvæðið

Ég hefi verið að velta einu fyrir mér í sambandi við kröfu Framsóknarmanna um að sett verði í stjórnarskrána að náttúruauðlindirnar verði þjóðareign.

Þegar haft er í huga að Halldór Ásgrímsson var einn helsti hvatamaðurinn að kvótakerfinu, sem einstöku aðilar hafa kallað stærsta þjófnað Íslandssögunnar, þá undrast ég af hverju Framsóknarmenn af öllum skuli leggja svona mikla áherslu á að fá þetta ákvæði inn í stjórnarskrána. Ætli þeir séu að hefna sín á Halldóri með þessari kröfu sinni?

Í sjálfu sér skiptir þetta ákvæði engu máli nema þá helst sem grín. Orðalag greinarinnar er slíkt að í reynd er verið að tryggja útgerðinni endanlegan eignarrétt á fiskistofnunum, þó að því tilskyldu að ekki má selja kvótann úr landi nema að kaupin fari fram í gegnum íslenska aðila. Þannig hafa aðilar á borð við Samherja “keypt” skip með erlendum áhöfnum til að veiða kvótann sinn og skilað þeim aftur að veiðum loknum.

Þetta væntanlega ákvæði í stjórnarskránni veldur því einungis að haldið verður áfram að stunda leynimakk í kringum kvótakerfið rett eins og hingað til og að það verði stjórnarskrárvarið!

Eins og gefur að skilja legg ég til að frumvarp þessa efnis verði fellt!

-----oOo-----

Það er miklu skemmtilegra að lesa bloggið mitt á Moggabloggi. Þar eru fleiri myndir auk þess sem þar birti ég einnig fréttatengt blogg sem tengt er Mogganum á borð við fréttir af kynlífi í heiminum, sbr frétt af vændisdómi í Gambíu!


0 ummæli:







Skrifa ummæli